Fréttir

Sumardagurinn fyrsti á Hvammstanga

Í Húnaþingi vestra hefur sumardagurinn fyrsti verið haldinn hátíðlegur allt frá árinu 1957 og í ár verður engin breyting á því þegar félag eldri borgara í samstarfi við Hestamannafélagið Þyt og hefst með ókeypis sirkussýningu í Þytsheimum klukkan 12:00.
Meira

Sóldísir í Gránu

Kvennakórinn Sóldís heldur lokatónleika söngársins í Gránu á Sauðárkróki í kvöld, miðvikudaginn 24.apríl, svo nú er síðasti séns að hlusta á kórinn flytja lög Magnúsar Eiríkssonar.
Meira

Jón Oddur sigraði A-deild á lokamóti Kaffi Króks mótaraðarinnar

Lokamótið í Kaffi Króks mótaröðinni í pílu þetta vorið fór fram í gærkvöldi. Átján kempur mættu til leiks hjá Pílukastfélagi Skagafjarðar að þessu sinni og var keppt í þremur deildum. Sigurvegari í A deild var Jón Oddur Hjálmtýsson en í B deild var það Brynjar Snær Halldórsson sem sigraði. í C deildinni var það síðan Heiðar Örn Stefánsson sem stóð uppi sem sigurvegari.
Meira

Karlakórinn Lóuþrælar syngja inn vorið

Karlakórinn Lóuþrælar syngja inn vorið í Félagsheimilinu á Hvammstanga í kvöld, miðvikudaginn 24. apríl, og hefjast tónleikarnir kl. 20.00.
Meira

Vortónleikar Skagfirska Kammerkórsins

Í aðdraganda Sæluviku þegar vorið fer að koma halda kórar gjarnan tónleika og deila með áheyrendum uppskeru vetrarstarfsins. Skagfirski Kammerkórinn er engin undantekning á því. Árlega heldur kórinn tónleika á Sumardaginn fyrsta. Sumar er í sveitum er yfirskrift tónleikannan en kórinn syngur undir stjórn Rannvá Olsen.
Meira

Lifandi samfélag – er slagorð Húnaþings vestra

Á dögunum var efnt til kosningar á milli fimm tillagna af slagorði fyrir Húnaþing vestra. Slagorðið Lifandi samfélag varð hlutskarpast og hefur sveitarstjórn samþykkt tillöguna. Í tengslum við kosninguna var þátttakendum boðið að skrá netfang sitt og taka þátt í happadrætti. Dregið hefur verið úr pottinum og voru Pálína Fanney Skúladóttir og Hörður Gunnarsson dregin úr pottinum.
Meira

„Við eigum frábæran efnivið í okkar hópi“

Hafnfirðingar höfðu betur gegn liði Tindastóls á gervigrasinu á Króknum í gær í fyrstu umferð Bestu deildarinnar. Leikurinn var ágætlega spilaður af beggja hálfu en lið Tindastóls sýndi ágæta takta og gerði eiginlega allt nema að koma boltanum í mark FH. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir Donna þjálfara þegar púlsinn var að komast í jafnvægi.
Meira

Ekkert heitt vatn á Hvammstanga nk. laugardag

Á vef Húnaþings vestra er sagt frá því að vegna bilunar í dreifikerfi hitaveitunnar á Hvammstanga verður lokað fyrir heita vatnið á Hvammstanga laugardaginn 27. apríl frá klukkan 08:00 – 18:00.
Meira

Plokkað um allt land á sunnudaginn

Stóri plokkdagurinn á Íslandi verður sunnudaginn 28. apríl en þá ætla allir sem vettlingi geta valdið að fara út og plokka. Það geta allir tekið þátt í þessu ótrúlega skemmtilega og nauðsynlega verkefni því ruslið er víða. Rótarýhreyfingin á Íslandi hefur tekið þetta verkefni upp á sína arma og hvetur landsmenn alla; einstaklinga, fjölskyldur, vinahópa, vinnustaði og stofnanir, til að taka þátt.
Meira

Stórtjón á gervigrasvellinum á Króknum

Í leysingunum síðastliðinn laugardag fór gervigrasvöllurinn glæsilegi á íþróttasvæðinu á Sauðárkróki undir vatn og var völlurinn ekki leikhæfur á sunnudegi. Spilað var á vellinum í gær en ljóst var að völlurinn var ekki í góðu ástandi. „Í morgun mætti galvaskur hópur leikmanna Tindastóls og starfsmenn sveitarfélagsins og flettu gervigrasinu af á parti og kom í ljós að gúmmipúðinn undir er ónýtur,“ tjáði Adam Smári Hermannsson, formaður knattspyrnudeildar, Feyki.
Meira