Fréttir

Alþjóðlegi safnadagurinn hjá Byggðasafni Skagfirðinga á sunnudaginn

Í tilefni safnadagsins þann 18. maí n.k. verður í fyrsta sinn boðið upp á opið hús í varðveislurými safnsins í Borgarflöt 17D á Sauðárkróki kl. 14-16.
Meira

Vel heppnuð námsferð stúdenta í iðnaðar- og orkutæknifræði á Sauðárkrók

Þann 6. maí síðastliðinn fóru stúdentar í iðnaðar- og orkutæknifræði í vel heppnaða dagsferð til Sauðárkróks þar sem þeir heimsóttu eftirtalin fyrirtæki á svæðinu: Mjólkursamlag KS, Steinullarverksmiðjuna, Stoð verkfræðistofu, Fisk Seafood og dagurinn endaði svo á því að skoða borholu hjá Skagafjarðarveitum. Auk þess kíktu stúdentarnir í heimsókn í Fjölbrautarskóla Norðurlands Vestra (FNV) þar sem stúdentar og starfsfólk kynntu iðnaðar- og orkutæknifræði fyrir nemendum skólans.
Meira

Tilkynning um fráveituframkvæmdir í Víðihlíð á Sauðárkróki 14. - 15. maí

Á vef Skagafjarðar er vakin athygli á því að vegna fráveituframkvæmda í Víðihlíð á Sauðárkróki í dag og á morgun, megi búast við vegaþrengslum á framkvæmdasvæðinu
Meira

Tvö uppáhaldsliðin að mætast í úrslitum

Rakel Rós Ágústsdóttir er fædd og uppalin á Sauðárkróki og má kannski segja að hún komi úr fremar rótgróinni körfuboltafjölskyldu. Hún, bræður og systir körfubolta-spilandi og síðan er hún gift Baldri Þór Ragnarssyni og á með honum soninn Ragnar Thor. Fyrir þá sem ekki vita er Baldur, maður Rakelar, þjálfari Stjörnunnar í meistaradeild karla í körfubolta sem etur nú kappi við Tindastól í úrslitum bónusdeildarinnar í körfubolta. Þriðji leikurinn í seríunni fer einmitt fram í Síkinu í kvöld og hefst á slaginu 19:15.
Meira

Hollvinasamtök Heilbrigðisstofnunar Hvammstanga hélt aðalfund

Aðalfundur Hollvinasamtaka Heilbrigðisstofnunar Hvammstanga var haldinn þann 5. maí sl. Í tilkynningu frá samtökunum segir að á þeim 19 árum síðan samtökin voru stofnuð hafi þau afhent stofnuninni gjafir að upphæð kr. 51.280.000 sem á núvirði eru líklega í kringum 80 milljónir.
Meira

Enn á ný hægt að komast til himna í Húnavatnssýslu

Það styttist í að enn á ný verði hægt að stíga til himna í Austur-Húnavatnssýslu. Feykir sagði frá því á síðasta ári að tvívegis tók Himnastiginn á Skúlahóli í Vatnsdalnum flugið í ofsaroki. Nú í vikunni var hafist handa við setja hann saman og festa niður á ný.
Meira

Samtal um náttúruvernd og ganga um Spákonufellshöfða með SUNN

Laugardaginn 17. maí verður viðburður á vegum SUNN, Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi sem  býður til samtals á Norðurlandi vestra, nánar tiltekið á Skagaströnd. Viðburðurinn hefst á gönguferð um friðlandið í Spákonufellshöfða, þar sem Einar Þorleifsson náttúrufræðingur sér um leiðsögn. Skoðum fugla, plöntur og áhugaverða jarðfræði svæðisins.
Meira

Tindastóll Íslandsmeistarar

Þann 12. apríl síðastliðinn var Íslandsmeistaramót yngri flokka í júdó haldið hjá Ármanni í Reykjavík. 5 keppendur frá Tindastól mættu til leiks en því miður fengu bara fjögur að keppa.
Meira

Nýprent heldur utan um alla viðburði á Norðurlandi vestra

SSNV og Nýprent hafa gert með sér samkomulag um að Nýprent haldi utan um nýja viðburðasíðu sem auðveldar íbúum Norðurlands vestra að fylgjast með öllu því fjölbreytta mannlífi og viðburðum sem fram fara á svæðinu. Verkefnið er hluti af áhersluverkefnum SSNV og byggir á Sóknaráætlun landshlutans þar sem eitt af meginmarkmiðum er að auka sýnileika viðburða og efla samfélagslíf.
Meira

Varmahlíðarskóli áfram í úrslit Skólahreysti 2025

Varmahlíðarskóli tók á dögunum þátt í undankeppni Skólahreysti í riðli 1 á Akureyri. Liðið lenti í 2. sæti riðilsins með jafnmörg stig og sigurvegarar Grunnskóla Húnaþings vestra.
Meira