Guðlaugur Skúlason nýr formaður aðalstjórnar Tindastóls

Guðlaugur Skúlason nýr formaður aðalstjórnar Tindastóls. Mynd: skagafjordur.is
Guðlaugur Skúlason nýr formaður aðalstjórnar Tindastóls. Mynd: skagafjordur.is

Þann 11. júní síðastliðinn var haldinn framhaldsaðalfundur aðalstjórnar Tindastóls þar sem eina málið á dagskrá var kosning nýrrar stjórnar. Kosið var um formann og gjaldkera. 

Nýja stjórn skipa:
Formaður Guðlaugur Skúlason
Gjaldkeri Sigfús Ólafur Guðmundsson
Ritari Sigurlína Erla Magnúsdóttir

Meðstjórnendur eru svo einn fulltrúi hverrar deildar Tindastóls  

Áður birtist á vef Feykis frétt um aðalfund Tindastóls sem fram fór 18. mars síðastliðinn og þar kom fram að með lagabreytingum hefðu orðið breytingar á fjölda stjórnmarmanna sem og embættum stjórnar. Í stað fimm stjórnarmeðlima eru nú þrír, formaður, gjaldkeri og ritari. Varaformaður og meðstjórnandi duttu út.

Guðlaugur Skúlason og Sigfús Ólafur Guðmundsson eru nýir í stjórn en Sigurlína Erla Magnúsdóttir situr áfram. Þeir sem hverfa úr stjórn eru Jón Kolbeinn Jónsson, Dúfa Dröfn Ásbjörnsdóttir, Jóhannes Björn Þorleifsson og Jón Hjörtur Stefánsson.

/SHV

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir