Háhyrningar á Hrútafirði
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
26.09.2014
kl. 14.38
Þessa dagana er mikið sjávarlíf í Hrútafirði en þar hafa, að sögn sjónarvotta, háhyrningar verið að sýna sig og sjá aðra. Að því er Norðanátt greindi frá svömluðu hátt í tuttugu háhyrningar í firðinum á þriðjudaginn, nærstöddum til skemmtunar.
Næsta dag hélt sjávarlífið svo áfram í Hrútafirðinum þegar mátti sjá tvo háhyrninga halda hóp af selum í gíslingu fyrir neðan Hvalshöfða. Eins hafi grindhvalir sýnt sig í Hrútafirðinum.
Meðfylgjandi mynd er frá Norðanátt.is og hana tók Karl B. Örvarsson. Fleiri myndir má sjá hér.