Heimsókn fræðimanna frá Alaska
Sunnudaginn 2. febrúar klukkan 15:00 munu Liza Mack mannfræðingur og Nadine Kochuten, sjómaður og markaðsfræðingur halda stuttan fyrirlestur í Kvennaskólanum á Blönduósi.
Liza og Nadine eru frá Aljútaeyjum (Aleutian Islands) og munu segja frá lífi í heimabyggð sinni og einnig rannsóknum sínum við Háskólann í Alaska Fairbanks.
Bragðprufur af hefðbundnu Aljút góðgæti (þurrkuðum laxi og berjasultu) verða á boðstólnum.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir!
