Helga Margrét fær nýjan aðalþjálfara

Helga Margrét Þorsteinsdóttir, sjöþrautarkona úr Ármanni, hefur fengið nýjan aðalþjálfara en frjálsíþróttadeild Ármanns kynnti í gær nýtt skipulag á þjálfunarteymi Helgu.

Ange Bergval frá Svíþjóð, sem var áður aðalþjálfari Carolinu Klüft, verður aðalþjálfari Helgu og Vésteinn Hafsteinsson verður umboðsmaður og sér um að stjórna verkefninu í samstarfi við frjálsíþróttadeild Ármanns.

Stefán Jóhannsson, sem hefur verið aðalþjálfari Helgu undanfarin þrjú og hálft ár, verður ekki lengur hennar aðalþjálfari.

Fleiri sérfræðingar munu einnig koma að sérgreinaþjálfun Helgu Margrétar.

Stór hópur styður við bakið á Helgu Margréti hér á landi í æfingum hennar og þjálfun. Guðmundur Hólmar Jónsson fyrrum þjálfari Helgu Margrétar kemur nú aftur að daglegri þjálfun Helgu hér á landi.

/Mbl.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir