Hera Sigrún semur við KR

Hera Sigrún ásamt þjálfara KR, honum Francisco Garcia, og Gunnhildi Báru. Mynd tekin af karfan.is
Hera Sigrún ásamt þjálfara KR, honum Francisco Garcia, og Gunnhildi Báru. Mynd tekin af karfan.is

Hera Sigrún Ásbjarnardóttir sem hefur spilað síðastliðin tvö ár í 1.deild kvenna með Tindastól skrifaði nýverið undir samning við KR sem leikur komandi tímabil í Dominos-deildinni.

Á síðunni karfan.is sagði Francisco Garcia þjálfari mfl. kvenna KR þetta um Heru, ,,Hera er góður skotmaður og liðsmaður, hún mun hjálpa okkur að vaxa sem lið".

Hera Sigrún er fædd og uppalin á Sauðárkrók og eru foreldrar hennar þau Ásbjörn S. Ásbjörnsson og Sigríður Pálsdóttir. 

Feykir óskar Heru góðs gengið í Dominos deild kvenna og hlakkar til að fylgjast með henni. 

Gaman er að segja frá því að Gunnhildur Bára á einnig rætur í Skagafjörðinn því foreldrar hennar eru Jenný Leifsdóttir og Atli Freyr Sveinsson. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir