Hófu umhverfisdaga 2020 í gær

Hluti starfsfólks ráðhúss Svf. Skagafjarðar við Strandgötuna á Sauðárkróki. Sumir mundu nú ekki eftir þessu verkefni er þeir mættu til vinnu og höfðu ekki alveg klætt sig eftir tilefninu en létu það samt ekki á sig fá.
Mynd: PF.
Hluti starfsfólks ráðhúss Svf. Skagafjarðar við Strandgötuna á Sauðárkróki. Sumir mundu nú ekki eftir þessu verkefni er þeir mættu til vinnu og höfðu ekki alveg klætt sig eftir tilefninu en létu það samt ekki á sig fá. Mynd: PF.

Starfsfólk ráðhúss Sveitarfélagsins Skagafjarðar tók forskot á Umhverfisdaga 2020 og hóf áskorendaleikinn í gær er það hreinsaði rusl við strandgarðinn og í kring við Strandveg, fyrir neðan Sæmundargötu. Eftir góðan dag og mikinn afla var ákveðið að skora á Byggðastofnun og Tengill að bregða sér út í vorið og fegra umhverfið.

Á síðasta ári var farið í samskonar verkefni sem gekk framar vonum. Mikil þáttaka fólks um allt hérað skilaði hreinna og fallegra umhverfi og ekki síst skemmtilega samveru fólks í uppbyggjandi störfum.

„Munum að merkja myndirnar #umhverfisdagar20. Við hvetjum sem flesta til þess að taka þátt. Margar hendur vinna létt verk!“ segir á Facebook-síðu Svf. Skagafjarðar en þar er hægt að sjá fleiri myndir af ráðhúsfólki í fegrunaraðgerðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir