Hörður Ríkharðsson hlaut verðlaun
Fimmtudaginn 3. júlí síðastliðinn stóð Menntavísindasvið Háskóla Íslands fyrir verðlaunafhendingu þar sem fimm grunn- og framhaldsskólakennarar voru verðlaunaðir fyrir framúrskarandi störf. Verðlaunin eru afrakstur kynningarátakisins Hafðu áhrif sem Háskóli Íslands stóð fyrir nú í maí mánuði.
Á vef átaksins hafduahrif.is sögðu þjóðþekktir Íslendingar frá þeim kennara sem mest áhrif hafði haft á líf viðkomandi í stuttum myndböndum. Í átakinu gafst almenningi jafnframt kostur á að senda inn tilnefningu um þann kennara sem mest áhrif hafði haft á hvern og einn. Á fimmta hundruð kennara voru tilnefndir af u.þ.b tvö þúsund manns. Valnefnd fór svo yfir tilnefningar og umsagnir og valdi í kjölfarið fimm kennara sem viðurkenninguna hlutu. Hörður Ríkharðsson, kennari í Blönduskóla var á meðal þeirra kennara sem hlutu verðlaun.
Þeir kennarar sem verðlaun fengu voru:
Anna Steinunn Valdimarsdóttir, Laugalækjarskóla.
Björk Þorgeirsdóttir, Kvennaskólanum.
Guðmundur Stefán Gíslason, Fjölbrautarskólanum Garðabæ.
Hrafnhildur Jóhannesdóttir, Keili.
Hörður Ríkharðsson, Blönduskóla.