Hreyfistund í Hrútey
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
05.09.2014
kl. 09.31
Á heimasíðu Blönduskóla á Blönduósi er skemmtilegt myndasafn þar sem birtar eru myndir úr skólalífinu. Nú er skólastarf komið í gang í skólum landsins og er Blönduskóli þar engin undantekning, en hann var settur í Blönduóskirkju að viðstöddu fjölmenni.
Nemendur skólans eru 123 sem er nokkuð færra en síðasta skólaár. Þá hafa nokkrir nýir starfsmenn bæst í hópinn.
Meðfylgjandi mynd sínir hóp sem var í hreyfistund hjá íþróttakennaranum Óla á dögunum og skelltu þau sér meðal annars út í Hrútey. Myndir úr skólastarfinu er að finna hér.