Hreyfivika - 50 ára og eldri
Í dag hefst annar liður í hreyfiviku UMSS en Dúfa Dröfn Ásbjörnsdóttir verður á Frjálsíþróttavellinum á milli 16:00-17:00 og býður alla 50 ára og eldri velkomna.
Dúfa fer í gegnum fræðslu og sýnir nokkrar góðar æfingar sem henta öllum vel.
Endilega nýtið ykkur tækifærið og hittið Dúfu á vellinum til þess að fá góð ráð um hreyfingu, heilbrigði og hvað er nauðsynlegt að hafa í huga.
Þátttaka er ókeypis ! /Fréttatilk.
Hér eru myndir frá Útilífsdeginum sem haldinn var á mánudaginn. Ljósm./Pálína Ósk Hraundal.
.