Huggulegt haust á Norðurlandi vestra

SSNV atvinnuþróun hefur frumkvæði að þróunarverkefni í ferðaþjónustu, í samstarfi við greinina og Byggðastofnun, og er markmið með verkefninu að markaðssetja haustið á Norðurlandi vestra innanlands.

 Nú þegar er ýmislegt að gerast á haustmánuðum sem hefur aðdráttarafl fyrir ferðamenn, svo sem göngur og réttir, veiði, matarveislur og fleiri. En það má halda því fram að mörg tækifæri séu vannýtt en gætu skapað tekjur og stuðla að betri nýtingu yfir haustmánuðina. Svo mætti skoða hvort þessi rólegi tími á Norðurlandi vestra höfðar ekki til þeirra Íslendinga sem einfaldlega vilja njóta lífsins?

Kynningarfundur í Skagafirði hefur farið fram og hafa margir áhugasamir tilkynnt þátttöku sinni í verkefninu.

Stefnt er að því að halda vinnufundi í haust og vetur. Markmið með verkefninu er að nýjar vörur verða tilbúnar til markaðssetningar í maí/júní 2011, og verða hrint í framkvæmd haustið 2011, eins og fram hefur komið.

Fundurinn í Húnavatnssýslum verður haldinn á Dæli fimmtudaginn 23. sept. kl. 14.

Heitt verður á könnunni.

Það eru atvinnuráðgjafar SSNV sem halda utan um verkefnið, þau Gudrun Kloes, s. 455 2515 / 898 5154, gudrun@ssnv.is,  og Stefán Haraldsson, s. 455 4300 / 894 1669, stefan@ssnv.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir