Húnaþing vestra fær styrk úr Orkusjóði

Frá Hvammstanga. Mynd:FE
Frá Hvammstanga. Mynd:FE

Orkusjóður hefur úthlutað 192 milljónum króna til 55 verkefna í orkuskiptum af þeim fjárveitingum sem veittar eru til loftslagsmála í ár. Á vef Orkustofnunar kemur fram að alls var sótt um rúmar 482 milljónir króna til 76 verkefna sem styðja flest við áframhaldandi rafvæðingu bílaflotans. Áherslan er nú á bílaleigur, samgöngufyrirtæki og sveitarfélög. Einnig er stutt við uppbyggingu innviða til nýtingar á metangasi og raforku til fóðurpramma í fiskeldi. Eiga verkefnin það öll sammerkt að minnka losun gróðurhúsalofttegunda og stuðla að aukinni notkun á innlendri og vistvænni orku.

Húnaþing vestra hlýtur styrk í flokki innviðastyrkja fyrir vistvæn ökutæki við opinbera staði. Styrkurinn nemur fimm milljónir króna og er veittur til uppsetningar á hleðslustöð á Hvammstanga.

Nánari upplýsingar um einstaka styrki Orkusjóðs árið 2020 má sjá hér.

Fleiri fréttir