Húnvetnska liðakeppnin - lokamótið
feykir.is
Hestar, Vestur-Húnavatnssýsla
30.03.2009
kl. 10.03
Síðasta mótið í húnvetnsku liðakeppninni verður haldið föstudagskvöldið 3. apríl nk. og hefst kl. 18.00 Skráning hjá Kollu á emeil: kolbruni@simnet.is og þarf að vera lokið fyrir miðnætti þriðjudagskvöldsins 31. mars. Fram þarf að koma nafn knapa, hests, litur, aldur, ætt, í hvaða liði viðkomandi er og upp á hvora hönd.
Liðakeppnin stendur þannig fyrir lokamótið:
1. sæti er Lið 3 með 100,5 stig
2. sæti er Lið 2 með 83,5 stig
3. sæti er Lið 1 með 52,5 stig
4. sæti er Lið 4 með 41,5 stig