Húsbrot og eldsvoði til rannsóknar á Sauðárkróki

Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur handtekið mann sem grunaður er um að hafa farið inn í hús og bifreiðar á Sauðárkróki og valdið eldsvoða í hjólhýsi, sem stóð fyrir utan íbúðarhús. 

Á vef Vísis segir að unnið sé að rannsókn málsins, sem miðar meðal annars að því að upplýsa hversu mörg hús maðurinn fór inn í. Að sögn lögreglu olli maðurinn einhverjum skemmdum þar sem hann fór inn.

Maðurinn, sem er ekki íbúi í bænum, gistir fangageymslur.

Fleiri fréttir