Hvernig vilt þú hafa hafragrautinn þinn?

Ég er nokkuð viss um að allir viti að hafragrautur er bráðhollur því helstu hráefni hans eru vatn og haframjöl. Vatn er lífsnauðsynlegt næringarefni og haframjöl er uppspretta flókinna kolvetna og trefja, auk ýmissa vítamína og steinefna.

En það sem gerir hafragrautinn okkar ekki jafn hollann er ef við bætum salti í hann. Mikil saltneysla er talin stuðla að háþrýstingi og bjúgmyndun ásamt fleiri einkennum en það eru til margar aðrar leiðir til að bragðbæta grautinn okkar ef við viljum sleppa saltinu.

Hér koma nokkrar tillögur til að bragðbæta hafragrautinn og um að gera að prufa eitthvað nýtt í dag því það er alþjóðlegi hafragrautadagurinn í dag.

Mjög einföld uppskrift af hafragraut er;

1dl hafrar

2 dl vatn

¼ stk salt – mæli með að sleppa

Þetta er allt sett í pott og soðið á meðalháum hita þar til grauturinn nær áætlaðri þykkt. Einnig getur verið sniðugt að setja matskeið af kókosolíu með til að fá góða fitu sem gerir það að verkum að við erum saddari lengur.

Svo er það hráefnið sem hægt er að bæta við hafragrautinn eftir að búið er að sjóða hann.

-          epli og kanill

-          bananar og smá hreint hnetusmjör

-          döðlur og möndlur

-          blönduð ber, bláber, jarðaber og hindber.

Þá fann ég einnig skemmtilega færslu á Youtube þar sem hafragrauturinn er ekki soðinn heldur látinn standa yfir nótt inn í kæli

 

hér koma allar uppskriftirnar úr myndbandinu

Gulrótar og hnetu

1/3 bolli haframjöl

1 matskeið chia fræ

¼ bolli grísk jógurt

¼ bolli mjólk að eigin vali

1 gulrót sem búið er að raspa niður

2 teskeiðar pecan hnetur

¼ teskeið kanill 

Bláberja og sírónu

1/3 bolli haframjöl

1 matskeið chia fræ

¼ bolli grísk jógurt

¼ bolli mjólk að eigin vali

1 teskeið bláberjasulta

½ teskeið rifin sítrónubörkur

¼ teskeið vanilludropar

¼ bolli bláber

Banana og hnetusjörs

1/3 bolli haframjöl

1 matskeið chia fræ

¼ bolli grísk jógurt

¼ bolli mjólk að eigin vali

1 teskeið hunang

1 teskeið hnetusmjör

2 teskeiðar valhnetur

½ banani

Súkkulaði og jarðaberja

1/3 bolli haframjöl

1 matskeið chia fræ

¼ bolli grísk jógurt

¼ bolli mjólk að eigin vali

1 teskeið hunang

1 teskeið kakó

1 teskeið niðurskorið dökkt súkkulaði

¼ bolli jarðaber

Pina Colada

1/3 bolli haframjöl

1 matskeið chia fræ

¼ bolli grísk jógurt

¼ bolli mjólk að eigin vali

1 teskeið hunang

1 teskeið kókosolía eða fersk kókóshneta

1 teskeið möndlur

¼ bolli ananas

 

Eigið frábæran dag

Sigga sigga sigga

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir