Hvessir enn á ný

Enn á ný bætir í vind á landinu í kvöld og nótt. Veðurstofan spáir norðan og norðaustan 10-18 m/s, en 8-15 seinnipartinn á morgun, hvassast á annesjum. Slydda eða snjókoma og hiti um og yfir frostmarki, en úrkomuminna síðdegis. Austlægari annað kvöld.

Þæfingur og skafrenningur er nú á Holtavörðuheiði. Vegir eru mikið til auðir í Húnavatnssýslum en öllu meiri hálka er í Skagafirði. Hálka er á Öxnadalsheiði og snjóþekja er á Vatnsskarði en þungfært á Þverárfjalli.

Fleiri fréttir