Hvöt með uppskeruhátíð knattspyrnudeildar um helgina

Knattspyrnudeild Hvatar hélt um helgina uppskeruhátíð fyrir yngri flokka félagsins í Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi. Að venju voru veitt verðlaun fyrir góða frammistöðu í sumar og farið í nokkra leiki á eftir. Auk þess var pizza og gott í boði deildarinnar að verðlaunaafhendingunni lokinni. Þess skal getið sérstaklega að fullorðnir unnu fílaboltann en þar kepptu ungir á móti eldri.
 
Verðlaun voru veitt fyrir eftirfarandi og í eftirfarandi flokkum:
 
7. flokkur
 Besta ástundun stelpur: Elísa Árnadóttir
 Besta ástundun strákar: Kristinn Heiðmar Björnsson
 Mestu framfarir stelpur: Theodóra Inga Gunnarsdóttir
 Mestu framfarir strákar: Nikola Dejan Djuric
 
6. flokkur
 Besta ástundun stelpur: Karen Sól Káradóttir
 Besta ástundun strákar: Smári Þór Jökulsson
 Mestu framfarir stelpur: Kristrún Hilmarsdóttir/Harpa Hrönn Hilmarsdóttir
 Mestu framfarir strákar: Ásgeir Þorri Egilsson
 
5. flokkur
 Besta ástundun stelpur: Hrafnhildur Una Þórðardóttir
 Besta ástundun strákar: Kristófer Skúli Auðunsson
 Mestu framfarir stelpur: Hrafnhildur Una Þórðardóttir
 Mestu framfarir strákar: Bergur Líndal Guðmundsson
 Efnilegust stelpur: Hrafnhildur Björnsdóttir
 Efnilegasti strákur: Friðrik Már Sigurðsson
 
4. flokkur
 Besta ástundun stelpur: Maggý Björg Fossdal
 Besta ástundun strákar: Enginn valinn
 Mestu framfarir stelpur: Margrét Ásgerður Þorsteinsdóttir
 Mestu framfarir strákar: Hjálmar Sigurðsson
 Efnilegust stelpur: Bergþóra Ingibjörg Sveinbjörnsdóttir
 Efnilegasti strákur: Guðbjartur Sindri Vilhjálmsson
 
3. flokkur
 Besta ástundun stelpur: Anna Sigríður Valgeirsdóttir
 Besta ástundun strákar: Benjamín Jóhannes Gunnlaugarson
 Mestu framfarir stelpur: Elísabet Kristín Kristmundsdóttir
 Mestu framfarir strákar: Kristinn J. Snjólfsson
 Efnilegust stelpur: Anna Sigríður Valgeirsdóttir
 Efnilegasti strákur: Hilmar Þór Kárason/Stefán Hafsteinsson
Heimild Húnahornið

Fleiri fréttir