Icelandic Experiment - Skúlptúrar og málverk

Icelandic Experiment - Skúlptúrar og málverk verður haldið laugardaginn 21. júní og sunnudaginn 22. júní næstkomandi á milli kl. 15-17 í Gúttó á Sauðárkróki. Þar munu þrír alþjóðlegir listamenn í listamannadvöl í Nes Listamiðstöð, Skagaströnd halda sameiginlega sýningu til að deila reynslu sinni af norðlægum slóðum.

Aimee Odum er myndhöggvari frá Bandaríkjunum með bakgrunn í leirlist og ástríðu fyrir könnun á þrívíddareiginleikum mismunandi efna . Hún hefur verið í tveggja ára listamannadvöl sem leirlistamaður í Bandaríkjunum og er nú í Mastersnámi í myndlist við Háskólann í Arkansas. Niðurbrot hluta, að fjarlægja þá frá sínu upprunalega hlutverki og endurskapa til fagurfræðilegrar túlkunar er drifkrafturinn í list Odum. Mismunandi form og yfiborð gefa tilvísun í mannlega eiginleika styrks og viðkvæmni. Áhugi á einstökum eiginleikum landslagsins brýst einnig gegnum heildarmynd verka hennar og myndar samband milli umhverfis og mannlegrar upplifunar. Í dvöl Odum í Nesi hefur hún haldið áfram að kanna hvernig einstaklingar upplifa umhverfi sitt á mismunandi hátt og túlkað rannsóknir sínar gegnum sviðsetningu, afstöðu og uppbyggingu hluta.

Jeremy Pailler hannar sín eigin frásagnakort af Íslandi út frá þeim tilfinningum sem hann upplifði skref fyrir skref á ferð sinni um landið. Seríur hans af blekmálverkum sýna litríka og persónulega könnun hans á landinu. Hann býr í Frakklandi þar sem hann vinnur sem myndskreytari og kvikmyndagerðarmaður. Þetta er fyrsta sýning hans á Íslandi.

Thany Sanches málar portrett bæði af íbúum Skagastrandar og vinum sínum fá Sao Paulo. Hún hefur málað nánustu vini sína úr fjarlægð með hjálp tækninnar og samkiptamiðla eins og Skype. Íbúar Skagastrandar, ókunnugir Sanches, voru málaðir á staðnum, augliti til auglitis með það í huga að kanna með málverkaröðinni fjarlægð og einangrun í mannlegum samskiptum. Thany Sanches er fædd árið 1986 í Sao Paulo, þar sem hún býr og starfar.

/Fréttatilkynning

Fleiri fréttir