Ingvi Rafn framlengir við Tindastól

Ingvi Rafn Ingvarsson hélt uppá 20 ára afmælið sitt með því að skrifa undir samning við Körfuknattleiksdeild Tindastóls. Samkvæmt fréttatilkynningu frá félaginu hafa Ingvi Rafn og stjórn körfuknattleiksdeildar komist að samkomulagi um að Ingvi leiki áfram með liðinu  út leiktímabilið 2014-2015.

„Er mikil ánægja með það að Ingvi sé búinn að framlengja samning sinn við félagið. Hefur Ingvi sko sannanlega sýnt það í vetur að hann er sko klárlega leikmaður framtíðarinnar og hefur bætt sig gríðarlega í vetur og verið til mikillar fyrirmyndar,“ segir í tilkynningu.

Loks óskar stjórn körfuknattleiksdeildar Ingva til hamingju með daginn og samninginn.

Fleiri fréttir