Innköllun á kökuskreytingarefni sem selt er í Skagfirðingabúð á Sauðárkróki vegna vanmerkinga á ofnæmisvaldandi efni

Kaupfélag Skagfirðinga hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra og Matvælastofnun ákveðið að taka úr sölu og innkalla kökuskreytingarefni vegna vanmerkts ofnæmis- og óþolsvalds í vörunni. Um er að ræða silfurlitaðar perlur með súkkulaðibragði ætlaðar til kökuskreytinga.

Varan inniheldur ofnæmis- og óþolsvaldinn mjólk sem kemur ekki fram á umbúðum vörunnar og með öryggi neytenda í forgangi hefur því verið ákveðið að innkalla vöruna.

Efni: Ómerkt ofnæmisvaldandi efni í Chocolate Silver Pearls, mjólk, kemur ekki fram á umbúðum.
Vörumerki: Dr.Oetker
Vöruheiti: Chocolate Silver Pearls
Strikamerki: 5701073061060
Eftirfylgnisnúmer: 401775 EC VALIDATED
Framleiðandi: Dr.Oetker
Innflutningsaðili á Íslandi: Kaupfélag Skagfirðinga.
Dreifing: Skagfirðingabúð

Tekið skal fram að varan er ekki skaðleg þeim sem ekki hafa ofnæmi eða óþol fyrir mjólk en neytendum er þrátt fyrir það bent á að skila vörunni þar sem hún hefur langt geymsluþol. Varan var seld síðast þann 29. júlí síðast liðinn. Hægt er að skila vörunni í Skagfirðingabúð eða senda hana til Kaupfélags Skagfirðinga, Ártorgi 1, 550 Sauðárkróki. Nánari upplýsingar veitir Árni Kristinsson verslunarstjóri Skagfirðingabúðar í síma 455-4532 og netfang arni.kristinsson@ks.is 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir