Ísafold gegn aðild að ESB

“Ísafold félag ungs fólks gegn ESB aðild mótmælir stuðningi ASÍ við Evrópusambandsumsókn Íslensku ríkisstjórnarinnar. Þetta segir í fréttatilkynningu frá Ísafold, félagi ungs fólks gegn ESB aðild en hún er send í tengslum við 1. maí.

Stjórn Alþýðusambands Íslands hefur beitt sér afdráttarlaust í þágu aðildar Íslands að Evrópusambandinu. Í inngangi ályktunar frá ársfundi ASÍ sem haldin var í apríl 2009 kemur eftirfarandi fram:  

„Það er skoðun ASÍ að yfirlýsing um að sótt verði um aðild Íslands að ESB og upptöku evru sé eina færa leiðin.”

Almennir félagsmenn í aðildarfélögum ASÍ hafa hins vegar aldrei verið inntir álits á því hvort þeir teldu ásættanlegt að samtökunum væri beitt með þessum hætti.

Samkvæmt skoðunarkönnunum er mikill meirihluti Íslendinga gegn aðild að ESB, forystumenn ASÍ hafa enga ástæðu til að ætla að annað eigi við um félagsmenn sambandsins.

Stjórn Ísafoldar mótmælir þessum ólýðræðislegu vinnubrögðum stjórnar ASÍ harðlega. Við teljum það ekki vera hagsmunum alþýðu þessa lands fyrir bestu að ganga í ESB.

Jafnframt telur Ísafold að það sé óeðlilegt að stjórn stórra hagsmunasamtaka launafólks eins og ASÍ, sýni afdráttarlausa afstöðu í eins umdeildu málefni eins og ESB umsóknin er, án þess að taka tillit til sinna eigin félagsmanna.

Stjórn Ísafoldar, Félags ungs fólks gegn ESB aðild.”

Fleiri fréttir