Ísbirnan komin heim

Ísbjörninn sem felldur var við Hraun á Skaga fyrr á árinu er komin til nýrra heimkynna á
Blönduósi. Tók Katharína Schneider forstöðumaður Hafísseturssins við birnunni þegar hún
kom úr uppstoppun á Akureyri. Birnan er í eigu Náttúrufræðistofnunar Íslands og verður hún
varðveitt á Blönduósi.

Birnan er þó nokkuð stór þó hún sé lítið dýr miðað við önnur dýr úr Austur-
Grænlandsstofninum. Hæð hennar er um 1.30 metar og lengdin um 1.75 metrar. Ísbjörninn
gekk á land þann 16. Júní 2008 og hélt sig í æðarvarpinu á Hrauni. Var gerð tilraun til þess
að ná henni lifandi enn það tókst ekki og var dýrið því fellt. Birnan er talin hafa verið 12-13
ára og að hún hafi komið upp 3 lifandi húnum.

 Er óhætt að segja að koma hennar hafi vakið heimsathygli og var mikið fjallað um hana í
innlendum og erlendum fjölmiðlum. Það var heimasætan á Hrauni II, Karen Helga
Steinsdóttir sem fyrst sá ísbjörninn þegar heimilishundurinn æddi út í æðarvarpið og hún elti
hana til að skamma hana fyrir það.

Til stendur að leyfa fólki að sjá ísbjörninn fljótlega og verður tilkynnt um  það síðar.

heimild. Blönduós.is

Fleiri fréttir