Íþróttafélög á Norðurlandi vestra fá rúmar 3 milljónir frá KSÍ

UEFA hefur ákveðið, líkt og áður, að hluti af þeim tekjum sem sambandið hafði af Meistaradeild UEFA (Champions League) 2009/2010 skuli renna til félaga í öllum aðildarlöndum UEFA til eflingar knattspyrnu barna- og unglinga.  Uppgjör vegna Meistaradeildarinnar sem lauk vorið 2010 hefur nú farið fram og fá íslensk félög um 40 milljónir króna í sinn hlut til barna- og unglingastarfs.

Samkvæmt ákvörðun UEFA skulu öll framlög vegna Meistaradeildar UEFA til barna – og unglingastarfs renna til félaga í efstu deild og er það breyting frá því sem áður var þegar framlögin skiptust á milli félaga í efstu og næstefstu deild.  Framlag UEFA sem að þessu sinni er um 40 milljónir króna skiptist því á milli félaga í Pepsi-deild.

Stjórn KSÍ hefur samþykkt að leggja til um 50 milljónir króna til viðbótar sem skiptist á milli aðildarfélaga í öðrum deildum en skipting á framlagi til barna – og unglingastarfs verður þá með þeim hætti að félög úr Pepsi-deild fá kr. 3.400.000 sem er framlag UEFA,  félög úr 1. deild fá kr. 1.600.000 , félög í 2. deild karla fá kr. 1.100.000 hvert, önnur félög í deildarkeppni kr. 800.000 og félög utan deildarkeppni kr. 250.000.  Úthlutun er háð því að félög haldi úti starfsemi í yngri flokkum.

Íþróttafélög á Norðurlandi vestra fá eftirfarandi úthlutanir:

  • Hvöt                     1.100.000 kr.
  • Tindastóll                800.000 kr.
  • Kormákur                800.000 kr.
  • Neisti H                  250.000 kr.
  • Fram Skagastr.       250.000 kr

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir