Jákvæður rekstur í Húnavatnshrepp

Hreppsnefnd Húnavatnshrepp hefur samþykkt samhjóða endurskoðaða fjárhagsáætlun hreppsins fyrir 2008. Gert er ráð fyrir jákvæðum rekstri upp á 9,6 milljónir.

Sveitarstjóri gerði á fundinum  grein fyrir þeim breytingum sem gerðar höfðu verið á áætluninni. Tekjuhliðin hafði hækkað um 4% en þar er helst að þakka auknu framlagi úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaganna en hækkun á gjöldum er í heild 3% en skýringuna á því er helst að leita í félagsþjónustunni, menningarmálum, æskulýðs- og íþróttamálum og umhverfis- og atvinnumálum.  Í fjárfestingar er gert ráð fyrir 52 milljónum en gert er ráð fyrir því að taka 25 milljónir að láni en að fjármagna annað með eigin fé.

Fleiri fréttir