Jóhann Björn og Þóranna Ósk frjálsíþróttafólk ársins

Uppskeruhátíð frjálsíþróttadeildar Tindastóls var haldin í félagsheimilinu Ljósheimum á laugardaginn. Auk matarveislu og skemmtiatriða voru veitt verðlaun fyrir frammistöðu ársins.

Jóhanna Björn Sigurbjörnsson var kjörinn frjálsíþróttamaður UMSS 2014 og Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir frjálsíþróttakona ársins. Þá var valið ungt og efnilegt frjálsíþróttafólk úr hópi pilta og stúlkna 12-15 ára. Þar urðu þau Dalmar Snær Marinósson og Vala Rún Stefánsdóttir fyrir valinu.

Í hópi 11-14 ára hlaut Stefanía Hermannsdóttir verðlaun fyrir bestu ástundun en Sveinbjörn Óli Svavarsson í hópi 15 ára og eldri. Rúnir Ingi Stefánsson var verðlaunaður fyrir mestu framfarir 15 ára og eldri en Jóhann Björn Sigurbjörnsson fyrir óvæntasta afrek 15 ára og eldri.

Á heimasíðu Tindastóls og fésbókarsíðu frjálsíþróttadeildarinnar má einnig sjá hverjir unnu Íslandsmeistara- og unglingalandsmótstitla á árinu.

Fleiri fréttir