Jólatónleikar nemenda Tónlistarskóla A Hún
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Listir og menning
19.12.2008
kl. 08.15
Jólatónleikar Tónlistarskóla A-Hún, á Skagaströnd, fóru fram í Hólaneskirkju 17. desember. Þar komu nemendur skólans fram og léku listir sínar á hljóðfæri. Einnig sungu tveir nemendur skólans. Tónleikarnir voru vel sóttir og nemendum klappað lof í lófa.
Meðfylgjandi myndir tók Signý Richter.
Efsta myndin: Arnar Páll, Elmar, Anna Dís, Gunnþór, Bergrós Helga, Elías Gunnar, Róbert Björn og Sæunn flytja jólalag ásamt Skarphéðni Einarssyni, kennara þeirra.
Á næstu mynd spilar Daði Sveinsson á blokkflautu. Til aðstoðar er Hugrún Sif, kennari hans.
Á þriðju myndinni spilar Elín Ósk Björnsdóttir á trompett.
Fjórða myndin er af Ívan Árna Róbertssyni