Jólatré hirt í Húnaþingi vestra

Mynd: Hunathing.is
Mynd: Hunathing.is

Þessa dagana eru starfsmenn þjónustmiðstöðvar Húnaþings vestra á ferðinni til að hirða upp jólatré sem lokið hafa hlutverki sínu. Koma þarf jólatrjánum fyrir úti við lóðamörk. Starfsmennirnir hófu verkið í gær en einnig verða trén tekin í dag og á mánudag. 

Þeir íbúar sem vilja nýta sér þjónustuna þurfa að hafa samband við skrifstofu sveitarfélagsins í síma 455-2400 eða senda tölvupóst á skrifstofa@hunathing.is.

 

Fleiri fréttir