Jónsmessuhátíð hefst í dag

Jónsmessuhátíðin á Hofsósi hefst í dag og stendur fram á sunnudag. Dagskráin hefst formlega kl. 17 með félagsmóti Svaða á Hofsgerðisvelli og síðan er Jónsmessuganga kl. 18 undir leiðsögn Þórdísar Friðbjörnsdóttur. Um kl. 19 verður svo í boði íslensk kjötsúpa og kvöldvakan hefst kl. 21:30.

Laugardagurinn hefst með knattspyrnumóti Neista á Hofsósvelli þar sem keppt verður í tveimur deildum. Skemmtileg og fjölbreytt dagskrá fyrir börnin hefst kl. 13. Finnur Sigurbjörnsson verður með myndlistarsýningu, tjaldmarkaður, hópreið og margt fleira. Um kvöldið munu svo Matti Matt og vitleysingarnir leika fyrir dansi í Höfðaborg.

Barnadagskráin á milli kl. 13-15:

Hoppukastali - Kassaklifur - Teymt undir börnum - Trampólín - Töframaðurinn Jón Víðis - Mini golf - Kassabílarallý - Fígúrur - Allskonar útileikföng - Karamelluregn

Fleiri fréttir