Kafað í sundlauginni
Í síðustu viku mætti Unglingadeildin Skjöldur úr Björgunarsveitinni Húnum á fund í Sundlaugina á Hvammstanga. Þar tóku á móti þeim kafararnir Pétur og Gísli Már og kenndu þeim undirstöðuatriðin við köfun ásamt umsjónarmanni deildarinnar honum Magnúsi.
Áhuginn var mikill hjá unglingunum og voru þau farin að kafa út um alla sundlaug er þau fóru að ná tökum á tækninni við köfun. Ekki er talið ólíklegt að þetta verði prófað aftur við annað tækifæri.
Fleiri myndir er hægt að nálgast HÉR