Kaffi Króks sandspyrnu aflýst

Kaffi Króks Sandspyrnunni 2014 hefur verið aflýst vegna veðurs. Keppnissvæðið á Garðssandi er komið á kaf vegna vatnavaxta og mikið rok og rigning á svæðinu. Ekki er útlit fyrir að það lagist fyrir morgundaginn, en til stóð að reyna að halda keppnina þá.

Vilja aðstandendur keppninnar biðja þátttakendur og aðra sem koma að keppninni velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Fleiri fréttir