Kaupfélagið endurgreiðir

Tekin hefur verið ákvörðun um að dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga, kjötvinnslan Esja Gæðafæði ehf. í Reykjavík, endurgreiði u.þ.b.17 milljóna króna stuðning sem Vinnumálastofnun hefur veitt vegna starfsfólks vinnslunnar á grundvelli hlutabótaleiðar. Kaupfélagið mun veita fyrirtækinu sérstaka fjárhagsaðstoð til þess að gera endurgreiðsluna mögulega.

Að gefnu tilefni skal tekið fram að kjötvinnslan hefur aldrei greitt kaupfélaginu arð. Vegna umræðu um arðgreiðslur er áréttað að Kaupfélag Skagfirðinga starfar á grundvelli laga um samvinnufélög. Af þeirri ástæðu hefur það alla tíð, eða í 130 ár, nýtt langstærstan hluta framlegðar starfseminnar til innri uppbyggingar í stað hefðbundinna arðgreiðslna hlutafélaga til eigenda sinna.

Kaupfélag Skagfirðinga einbeitir sér um þessar mundir að því að verja störf um eitt þúsund starfsmanna sem vinna hjá félaginu og dótturfélögum þess. Með þessari ákvörðun er sú stefna kaupfélagsins undirstrikuð að leita allra leiða til þess að ná því markmiði innan samstæðunnar án sértækrar aðstoðar frá íslenska ríkinu. Þess vegna verður fenginn ríkisstuðningur á grundvelli hlutabótarleiðar endurgreiddur.

/Fréttatilkynning

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir