Kjalvegur opinn

Búið er að opna nokkrar leiðir á hálendinu svo sem Kjalveg og veginn að Lakagígum. Vegfarendum sem eiga leið um Kjöl er bent á að vegna mikilla rigninga er vegurinn laus í sér og háll.

Enn eru hálendisvegir á Norður- og Austurlandi að mestu lokaðir, samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni.

Nánari upplýsingar er að finna á vef Vegagerðarinnar.

Fleiri fréttir