Kjarninn tekur til starfa
Kjarninn, þjónustumiðstöð við Hesteyri á Sauðárkróki hefur tekið til starfa og hýsir bíla- og vélaverkstæði KS, Tengil og Fjölnet. Einnig er verslun með bílavarahluti og tölvuvörur sem áður var Bílabúðin og Tölvubúð Tengils.
Að sögn Marteins Jónssonar framkvæmdastjóra verkstæðissviðs mun öll aðstaða til viðgerða vera með því besta sem gerist. Einnig ætti það að vera hagræðing fyrir viðskiptavini að geta fengið fjölþætta þjónustu á einum stað.
Benedikt Egilsson verslunarstjóri í Kjarnanum vill koma því á framfæri að þeir sem þurfi þjónustu, hvort sem það eru bílaviðgerðir eða annað, koma í móttökuna og bera upp erindið. Þar er tekið á móti fólki og greitt úr hvers manns vanda.
Afgreiðslutími Kjarnans er frá kl. 8-17 alla virka daga.