Konni og Ingibergur boðaðir á landsliðsæfingar
Landsliðsþjálfararnir, Þorlákur Árnason, Kristinn R. Jónsson og Eyjólfur Sverrisson, hafa valið leikmenn á landsliðsæfingar hjá U17, U19 og U21 karla sem fram fara fyrstu helgina á nýju ári. Alls voru 128 leikmenn boðaðir á æfingarnar, þar af tveir af Norðurlandi vestra, þeir Konráð Freyr Sigurðsson og Ingibergur Kort Sigurðsson.
Ingibergur Kort Sigurðsson. Mynd af fésbókarsíðu Ingibergs.
Ingibergur var boðaður á U17 karla en hann er fæddur árið 1998. Hann lék með Kormáki/Hvöt í sumar bæði í meistaraflokki í 4. deildinni sem og í 3. flokki. Æfingarnar fara fram undir stjórn Þorláks Más Árnasonar
Konráð Freyr Sigurðsson sem lék með Tindastóli í sumar var boðaður á æfingar U19 karla en þær æfingarnar fara fram undir stjórn Kristins Rúnars Jónssonar.