Körfuboltabúðum Tindastóls aflýst

Unglingaráð körfuknattleiksdeildar Tindastóls hefur ákveðið að höfðu samráði við aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra að aflýsa Körfuboltabúðum Tindastóls sem halda átti dagana 11.-16. ágúst. Uppselt var í búðirnar strax í byrjun júní. Áætlað er að taka upp þráðinn að ári og hressir körfuboltakrakkar mæti þá á Krókinn í ágúst 2021.

Í tilkynningu frá körfuknattleiksdeildinn í dag segir: „Í ljósi nýjustu tilskipana yfirvalda vegna Covid-19 tilkynnum við að Körfuboltabúðum Tindastóls 2020 er aflýst. Þessi ákvörðun er tekin í samráði við aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi Vestra með miklum trega. Þessi ákvörðun er ekki síst erfið vegna allra þeirra iðkenda sem skráðir voru í búðirnar og sáu fram á skemmtilega körfuboltadaga á Sauðárkróki. Körfuboltabúðir Tindastóls verða haldnar 10.-15. ágúst 2021 og hvetjum við alla að taka þá daga frá sem fyrst.“

Fram kemur einnig í tilkynningunni að forsjáraðilar þátttakenda hafi nú þegar fengið tölvupóst vegna þessa. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir