Kormákshlaupið

Á sumardaginn fyrsta hófst Kormákshlaupið svokallaða, en það fer fram þannig að hlaupið er í fjórum sinnum á jafnmörgum dögum. Annað hlaupið fór fram á laugardaginn var, kosningadaginn og það þriðja fer fram 1. maí næstkomandi. Fjórða og síðasta hlaupið verður svo þann 9. maí næstkomandi.

 

 

Allir hlauparar fá viðurkenningarpening fyrir þátttökuna og þeir sem hlaupa í að lágmarki þremur Kormákshlaupum geta unnið til verðlauna í sínum aldurshópi. Auk þessa er árlega keppt um bikar sem Göngufélagið Brynjólfur afhenti til minningar um Bjarka Heiðar Haraldsson. Keppt verður um þennan bikar í 10 ár og er þetta fimmta árið sem það er gert.

Fleiri fréttir