Kormáksmenn óánægðir með frestun leikja
Í fréttatilkynningu frá UMF Kormáli í Húnaþingi vestra, sem birtist á Norðanátt í dag, kemur fram að forsvarsmenn liðsins eru óánægðir með að enn einum leik félagsins hafi verið frestað. Áttu þeir að mæta Hrunamönnum á laugardaginn en þeim leik hefur verið frestað. Næsti leikur Kormáks er því gegn Reyni í Sandgerði laugardaginn 17. janúar og fer hann fram á Hvammstanga.
Í fréttatilkynningunni á vef Norðanáttar segir:
„Nú hefur sú staða komið upp að enn einum leik Kormáks hefur verið frestað. Þetta er í annað sinn sem leik er formlega frestað hjá Umf. Kormáki en frestanir á leikjum sem aðeins liðsmenn hafa vitað af eru talsvert fleiri.
Það að við þurfum að tilkynna að enn einum leiknum hefur verið frestað er algjörlega óviðunandi og lítur mjög illa útávið fyrir forsvarsmenn meistaraflokksráðs Kormáks. Þetta alsherjar klúður er komið til vegna óásættanlegra vinnubragða KKÍ og er eitthvað sem við Kormáksmenn höfum enga stjórn á.“