Kormákur/Hvöt-Örninn, 0-4
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla
23.06.2014
kl. 11.08
Kormákur/Hvöt tók á móti liði Arnarins á Hvammstangavelli sl. laugardag. Örninn náði fljótlega forskoti í leiknum þegar Kwami Obaionoi Silva Santos skoraði fyrsta mark leiksins á 7. mínútu.
Á 58. mínútu bætti Kwami O.S.Santos við sínu öðru marki í leiknum og staðan orðin 0-2 fyrir Erninum. Nokkrum mínútum síðar skoraði Sigurjón Daði Valdimarsson sitt fyrsta mark í leiknum og þriðja mark Arnarins. Ingimar Tómas Ragnarsson tryggði svo liði Arnarins sigur með marki á 90. mínútu. Lokatölur leiksins 0-4 fyrir Erninum.
Kormákur/Hvöt er í 6. sæti riðilsins með 6 stig eftir 4 leiki.