Kosið um sáttatillögu 4. og 5. mars
Stjórn og trúnaðarráð Stéttarfélagsins Samstöðu samþykkti á fundi sínum 24. febrúar að atkvæðagreiðsla um sáttatillögu sáttasemjara færi fram á kjörfundi. Kjörfundur verður opinn á skrifstofum Stéttarfélagsins Samstöðu sem hér segir:
Þverbraut 1 Blönduósi : kl. 9.00 - 17.00 þriðjud. 4. mars og miðvikud. 5. mars 2014. Klapparstíg 4 Hvammstanga:kl.9.00 - 17.00 þriðjud. 4. mars og miðvikud. 5. mars 2014 Breiðablik Skagaströnd : kl. 9.00 - 17.00 þriðjud. 4. mars og miðvikud. 5. mars 2014 Kynningarefni verður sent út næstu daga og farið á vinnustaði með kynningar. Frá þessu er greint á heimasíðu Samstöðu.
