Kosning hafin í prófkjöri Samfylkingar
Kosning í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi hófst nú kl. 12:00 og stendur til kl. 16:00 á sunnudag. Úrslit verða kynnt á kosningaskrifstofu Samfylkingarinnar á Akranesi,Stillholti 16 – 18, á sunnudagin kl. 18:00.
Prófkjörið er rafrænt og geta skráðir félagar í Samfylkingunni með
lögheimili í kjördæminu kosið á netinu, sjá www.samfylking.is, eða hjá
umboðsmönnum í öllum helstu þéttbýliskjörnum. Allar nánari upplýsingar má
finna á www.xsnv.blog.is, www.samfylking.is eða hjá Eggerti Herbertssyni
formanni stjórnar kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi í
síma 617-8306 eða hjá Þórhildi Ólafsdóttur, kosningastjóra, 869-9999
11 eru í framboði :
Anna Kristín Gunnarsdóttir , varaþingmaður Sauðárkróki
2. sæti
Arna Lára Jónsdóttir, stjórnmálafræðingur og bæjarfulltrúi Ísafirði.
2.-3. Sæti
Ásdís Sigtryggsdóttir, vaktstjóri Akranesi.
4.-6. Sæti
Einar Benediktsson, verkamaður Akranesi
3.-6. Sæti
Guðbjartur Hannesson, alþingismaður Akranesi
1. sæti
Hulda Skúladóttir, kennslu- og námsráðgjafi Snæfellsbæ
5.-6. sæti
Karl V. Matthíasson, alþingismaður Miðhrauni II í Miklaholtshreppi
1.-2. Sæti
Ólína Þorvarðardóttir, þjóðfræðingur Ísafirði
1.-2. Sæti
Ólafur Ingi Guðmundsson, stjórnmálafræðingur Akranesi
5.-6. Sæti
Ragnar Jörundsson, bæjarstjóri Vesturbyggð
2.-3. Sæti
Þórður Már Jónsson, viðskiptalögfræðingur Bifröst
3. sæti