Kristmundur á Sjávarborg 100 ára

Bókakápa Í barnsminni en bókin verður seld á tilboðsverði í útgáfuhófi í Safnahúsinu á Sauðárkróki nk. laugardag.
Bókakápa Í barnsminni en bókin verður seld á tilboðsverði í útgáfuhófi í Safnahúsinu á Sauðárkróki nk. laugardag.

Í dag, 10. janúar, eru 100 ár liðin frá fæðingu Kristmundar Bjarnasonar rithöfundar og fræðimanns á Sjávarborg. Hann dvelur nú, og hefur gert síðustu árin, á Dvalaheimilinu á Sauðárkróki. Kristmundur er heiðursfélagi Sögufélags Skagfirðinga og í tilefni tímamótanna gefur félagið úr bernskuminningar hans frá Mælifelli, þar sem hann ólst upp.

Bókin ber heitið Í barnsminni og ritaði Kristmundur hana á árunum 2005-2006, nærri 240 blaðsíður, prýdd fjölda mynda ásamt nafnaskrá. Í tilkynningu frá Sögufélaginu kemur fram að ferill Kristmundar sem rithöfundar og fræðimanns sé kunnari en frá þurfi að segja og er hann óskoraður meistari í meðferð íslensk máls og texta enda óhætt að fullyrða að þessi bók sé bráðskemmtileg aflestrar.

Næsta laugardag, 12. janúar, verður bókarkynning og útgáfuhóf í Safnahúsinu á Sauðárkróki kl 16.00 þar sem Hjalti Pálsson segir lítillega frá æviferli Kristmundar og kynnum sínum af honum. Unnar Ingvarsson segir frá kynnum og samskiptum við Kristmund og Kristján B. Jónasson talar um bókmennta- og fræðistörf Kristmundar. Sölvi Sveinsson kynnir bókina og les upp úr henni en Sólborg Una Pálsdóttir stýrir dagskrá.

Veitingar verða á boðstólum og bókin seld á tilboðsverði og eru allir velkomnir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir