Kúamíkja loftið leit, ég finn það heldur betur

Norðanáttinni bárust fjölmargir botnar á fyrripartinn sem  auglýstur var fyrr í mánuðinum og lesendur máttu glíma við að botna. Fyrriparturinn var svona:

 

Blessuð sólin björt og heit

burtu hrekur vetur.

 

Botnarnir að þessu sinni komu víða að jafnt úr Húnavatnssýslum sem nágrannasveitarfélögum  og jafnvel nágrannalöndum.

Ef einhver er hugrakkur þá er Norðanáttin alltaf á höttunum eftir fyrriparti. Hann má senda á info@nordanatt.is

Hægt er að sjá botnana sem bárust HÉR

Fleiri fréttir