Kynningardagar
Ert þú á aldrinum 11–18 ára og hefur áhuga á því að prófa hluta af þeim íþróttagreinum sem verða á Unglingalandsmótinu eða hita aðeins upp fyrir mót?
Næstu daga bjóða íþróttagreinarnar ykkur upp á ókeypis æfingar og vonumst við til þess að sjá líf og fjör hjá okkur næstu daga.
Ekki hika við að mæta! Kostar ekkert!
Bogfimideild Tindastóls verður með kynningu og æfingu í Reiðhöllinni næstkomandi föstudag kl. 17:30-19:30. Allir velkomnir !
Mánudaginn 28.júlí býður fótboltinn okkur á æfingu:
11-12 ára stelpur – kl 11:00-12:00
11-12 ára strákar - kl 15:30
13-14 ára stelpur - kl 16:30
13-14 ára strákar – kl 16:30
15- 16 ára stelpur – kl 17:30
15 – 16 ára strákar – kl 17:30
Sundæfing er opin öllum mánudaginn 28.júlí kl 17:00. Ókeypis inn!
Þriðjudaginn 29.júlí verða Frjálsar með opna æfingu kl 17:30 og Strandblak er með opna æfingu kl 19:30 sama dag.
/Fréttatilk.