Kynningarfundur um Háskólabrú Keilis
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Gagnlega hornið
24.10.2014
kl. 09.14
Keilir hefur um nokkurra ára skeið boðið upp á svokallaða Háskólabrú, ætlaða þeim sem ekki hafa lokið stúdentsprófi en vilja undirbúa sig fyrir háskólanám. Keilir býður nú einnig upp á aðfararnám til háskóla sem hægt er að taka í fjarnámi og samhliða vinnu.
Kynningarfundur um fjarnám í Háskólabrú og Háskólabrú með vinnu verður haldinn í Farskólanum, Faxatorgi á Sauðárkróki, þriðjudaginn 28. október kl. 19:00.