Kynningarfundur úttektar Grunnskóla Húnaþings vestra undirbúinn
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
10.09.2010
kl. 08.04
Skólastjóri Grunnskóla Húnaþings vestra, Sigurður Þór Ágústsson greindi frá áhuga skólastjórnenda á því að almennur kynningarfundur verði haldinn um niðurstöður stofnanaúttektar á starfsemi skólans sem framkvæmd var af óháðum úttektaraðila sl. vor.
Fyrir liggur að úttektaraðilinn er reiðubúinn að mæta á slíkan fund og kynna efni og helstu niðurstöður skýrslunnar. Fræðsluráð Húnaþings vestra hvetur til þess að slíkur fundur verði haldinn síðar í þessum mánuði og er skólastjóranum ætlað að undirbúa fundinn.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.