Lán til framkvæmda ársins

Hreppsnefnd Húnavatnshrepps hefur samþykkt að taka lán hjá Lánasjóði sveitafélaga ohf. að fjárhæð 25 milljónir og er lánið til 10 ára.

Lánið er tekið til þess að fjármagna framkvæmdir á árinu 2008 en farið hefur verið í framkvæmdir við leikskóla, skóla og endurnýjun rotþróa. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr.
sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998.

Fleiri fréttir