Launaliðir hækka um 5,6% hjá Húnavatnshreppi

Á fundi hreppsnefndar Húnavatnshrepps í síðustu viku var fjárhagsáætlun 2014 tekin til fyrri umræðu. Sveitarstjóri kynnti drög að henni og farið var yfir rekstur málaflokka, eignasjóðs og b-hluta fyrirtækja. Í forsendum fjárhagsáætlunar er gert ráð fyrir að launaliðir hækki almennt um 5,6% og kaup á vörum og þjónustu um 3% frá fyrra ári.

Enn vantar upplýsingar um almenn jöfnunarframlög og útgjaldajöfnunarframlög vegna ársins 2014 svo og upplýsingar frá ýmsum byggðasamlögum. Samþykkt var að launakjör sveitarstjórnar, nefnda, fjallskilastjóra og oddvita verði þau sömu og árið 2010, en þau voru lækkuð árin 2011-2013. Námsstyrkir vegna framhaldsskólanema verða 25 þús. kr. á hvern nemanda á önn árið 2014.

Fleiri fréttir