Laxveiði hafin í Blöndu
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
05.06.2014
kl. 08.36
Það er ekki laust við að kominn sé spenningur í veiðimenn, enda hefst laxveiðin formlega með fyrstu opnunum í dag, fimmtudaginn 5. júní og menn hafa verið að sjá til laxa víða um land samkvæmt vefnum vötn og veiði.
Laxveiði hefst á einu svæði í Blöndu í Austur-Húnavatnssýslu í dag, en Blöndu er skipt í fjögur svæði. Laxveiði á svæði tvö til fjögur hefst svo 20. júní næstkomandi.
Laxveiðin í Blöndu gekk frábærlega síðasta sumar en samkvæmt vef Húna veiddust 2.611 laxar og fór veiðin nálægt metveiðinni árið 2010 þegar 2.777 laxar voru dregnir á land. Árið var því það næst besta frá upphafi skráninga.