Leikfélag Sauðárkróks undirbýr sæluvikuverkefnið

Frá sýningu LS á Beint í æð. Mynd: PF.
Frá sýningu LS á Beint í æð. Mynd: PF.

Leikfélag Sauðárkróks hefur boðað til fundar vegna sæluvikuleikrits í kvöld, fimmtudagskvöldið 22. febrúar klukkan 20:00 í húsnæði Puffins and fiends á Aðalgötu 26. Allir sem áhuga hafa á að taka þátt í uppsetningu leikrits eru boðnir velkomnir. Það er í mörg horn að líta við uppsetningu leikrita og eru því allar hendur þegnar til að smíða, mála, vinna við hljóð og ljós, finna og föndra leikmuni og búninga, sauma, hvísla, selja miða og margt fleira.

Samkvæmt tilkynningu frá Leikfélaginu verður Sæluvikuleikritið kynnt á fundinum ásamt aðeins breyttu æfingaferli. „Það er því mjög nauðsynlegt að allir sem vilja starfa við sýninguna innan sviðs sem utan mæti á fyrsta fund til að sjá strax hverjir ætla að vera með,“ segir Sigurlaug Dóra Ingimundardóttir, formaður félagsins. Hún bendir á að þeir sem vilja vera með en komast ekki á fundinn eða hafa einhverjar spurningar geta haft samband við hana fyrir fund í síma 8625771.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir