Leikurinn sýndur á Völsungur TV

Áfram Tindastóll!
Áfram Tindastóll!

Tindastólsstúlkur verða í eldlínunni í Lengjudeildinni í dag því kl. 16:15 hefst viðureign þeirra við lið Völsungs á Húsavík. Mögulega verður um að ræða einn merkilegasta leik í sögu félagins, ef hann vinnst, og því örugglega einhverjir sem hafa rennt norður í Víkina. Aðrir eiga kannski ekki heimangegnt en vildu gjarnan fylgjast með gangi mála og eftir því sem Feykir kemst næst þá verður leikur liðanna sýndur á YouTube-rásinni Völsungur TV.

Ef einhver er ekki með puttann á púlsinum þá er ástæða þess að leikurinn gæti orðið sögulegur sú að ef Tindastóll sigrar þá er það í fyrsta sinn í sögu Umf. Tindastóls sem meistaraflokkur félagsins tryggir sér sæti í efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu.

Feykir sendir góða strauma til Stólastúlkna – koma svo!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir